Virkið - virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011090009

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 91. fundur - 07.09.2011

Virkið er virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu. Að starfrækslu Virkisins koma Akureyrarbær, Vinnumálastofnun og Rauði krossinn.
Gestir fundarins undir þessum lið voru Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála, Ingibjörg Jónsdóttir verkefnastjóri Virkisins og starfsmaður Rauða krossins, Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Ungmenna-Húss og Orri Stefánsson verkefnastjóri.

Frístundaráð - 5. fundur - 30.03.2017

Forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála kynnti stöðuna á verkefninu.

Frístundaráð - 16. fundur - 26.10.2017

Á fundinn mættu Kristján B. Tómasson umsjónarmaður Ungmennahúss og Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Ungmennahúss og kynntu þau samning sem samstarfsaðilar Virkisins skrifuðu undir í síðustu viku.

Einnig fóru þau yfir ársskýrslu Ungmennahússins fyrir árið 2016 og árshlutaskýrslu 2017.
Frístundaráð fagnar því að samningur um starfsemi Virkisins sé í höfn.

Frístundaráð - 64. fundur - 09.10.2019

Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Virkisins gerði grein fyrir starfseminni á árinu 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 72. fundur - 19.02.2020

Guðrún Þórsdóttir sérfræðingur í málefnum ungs fólks mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi Virkisins.