Erindi dagsett 30. september 2019 frá Hildi Ýr Kristinsdóttur sem óskar eftir því að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar fyrir dóttur sína til niðurgreiðslu æfingagjalda hjá UMSS í Skagafirði.
Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra úthlutunarreglur og leggja fyrir ráðið.