ÍBA - tímaúthlutun til aðildarfélaga 2019-2020

Málsnúmer 2019080440

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 60. fundur - 28.08.2019

Erindi dagsett 26. ágúst 2019 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem ÍBA óskar eftir fleiri tímum í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar á haustönn 2019 vegna þeirra æfingatíma sem detta út vegna framkvæmda í íþróttahúsi Glerárskóla.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að verða við beiðni ÍBA um fleiri tíma í íþróttamannvirkjum og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra málið.