Skautafélag Akureyrar - HM kvenna í íshokkí á Akureyri 2020

Málsnúmer 2019080225

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 60. fundur - 28.08.2019

Erindi dagsett 22. ágúst 2019 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar varðandi aðstöðumál á komandi heimsmeistaramóti í íshokkí kvenna á Akureyri í febrúar 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því að starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs leggi mat á kostnað við umbeðnar framkvæmdir.