Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM kvenna á Akureyri 2017.

Málsnúmer 2016120020

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 202. fundur - 15.12.2016

Birna Baldursdóttir L-lista mætti til fundarins kl. 13:28 eftir afgreiðslu fyrsta dagskrárliðar.
Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrkjum frá Akureyrarbæ vegna heimsmeistaramóts kvenna sem verður á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017.
Íþróttaráð samþykkir óskir Íshokkísambands Íslands um aðgang að sundlaugum Akureyrar og Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra í samstarfi við Skautafélag Akureyrar að skoða ósk um kostnað við leigu, breytingar á húsnæði og rekstur skautahallarinnar á meðan á mótinu stendur.

Íþróttaráð vísar öðrum óskum um aðkomu bæjarins að mótinu til bæjarráðs.



Bæjarráð - 3539. fundur - 12.01.2017

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 15. desember 2016:

Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrkjum frá Akureyrarbæ vegna heimsmeistaramóts kvenna sem verður á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017.

Íþróttaráð samþykkir óskir Íshokkísambands Íslands um aðgang að sundlaugum Akureyrar og Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra í samstarfi við Skautafélag Akureyrar að skoða ósk um kostnað við leigu, breytingar á húsnæði og rekstur skautahallarinnar á meðan á mótinu stendur.

Íþróttaráð vísar öðrum óskum um aðkomu bæjarins að mótinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 500.000 kr. og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.

Frístundaráð - 1. fundur - 17.01.2017

Erindi frá Skautafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna HM kvenna í íshokkí á Akureyri í febrúar nk. Óskir skautafélagsins byggjast á erindi Íshokkísambands Íslands sem var á dagskrá íþróttaráðs 15. desember 2016.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verið í framkvæmdir við stækkun á klefum samanber erindi Skautafélagsins.

Frístundaráð samþykkir að styrkja Skautafélag Akureyrar um kr. 900.000 vegna heimsmeistaramótsins í íshokkí kvenna í Skautahöll Akureyar í febrúar og mars 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 2. fundur - 27.01.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2017 vegna beiðnar frá Skautafélagi Akureyrar dagsett 11. janúar 2017 um að búningsklefar verði stækkaðir fyrir heimsmeistaramót kvenna í íshokkí sem fram fer á Akureyri í febrúar og mars 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og er áætlaður kostnaður um 3,6 milljónir króna.