Skemmtiferðaskip á Akureyri - mengun

Málsnúmer 2017090001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskaði eftir umræðu um mengun skemmtiferðaskipa sem leggja að í Akureyrarhöfn.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar felur umhverfis- og mannvirkjaráði að afla frekari gagna um mengun frá skipum í Akureyrarhöfn.

Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

Rætt um mælingar á mengun frá skemmtiferðaskipum.

Fjallað var um málið í bæjarstjórn 5. september 2017 og samþykkt að fela umhverfis- og mannvirkjasviði að afla frekari gagna um mengun frá skipum í Akureyrarhöfn.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og lagði fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu um niðurstöður loftgæðamælinga Umhverfisstofnunar á Akureyri frá mars 2018 til 11. júlí 2018.
Bæjarráð þakkar Pétri fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að bæjarbúar verði reglulega upplýstir um niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar á heimasíðu sveitarfélagsins.