Stekkjartún - umsókn um heimild til að deiliskipuleggja byggingu bílskýlis

Málsnúmer 2017060140

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Erindið var grenndarkynnt 10. ágúst og lauk 24. ágúst 2017 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Erindið var grenndarkynnt 10. ágúst og lauk 24. ágúst 2017 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.