Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um breytnigu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 19 með ósk um að byggja þar bílgeymslu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 10. janúar 2017 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Snæbjarnarson L-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúar Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var því hafnað.

Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúum Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017.
Svör við athugasemdum.

1) Í samræmi við gildandi deiliskipulag er aðkoma að lóð nr. 19 við Aðalstræti frá Duggufjöru. Í upphaflegu deiliskipulagi Duggufjöru var aðkoma að baklóðum við Aðalstræti skilgreind frá Duggufjöru þar sem rými væri þar meira en í Aðalstræti sem er þröng gata.

2) Í húsinu eru skráðar tvær íbúðir. Í rekstrarleyfi fyrir gistingu kemur fram að hvora íbúð skuli leigja út sem eina heild til eins aðila, en ekki er heimilt að leigja hvert herbergi út fyrir sig. Gert er ráð fyrir að rúmast geti 4-6 gestir í hvorri íbúð og leiga í kjallara er óheimil þar sem lofthæð er of lítil. Miðað við að þessi skilyrði séu uppfyllt og bílskúrinn nýist einnig fyrir bílastæði, er ekki þörf á fleiri bílastæðum á lóðinni.


Skipulagsráð áréttar að í samræmi við deiliskipulagstillöguna verður önnur notkun en bílgeymsla óheimil í fyrirhuguðu rými. Skipulagsráð tekur ekki á þætti gistiheimilisins en bendir umsækjanda og umsagnaraðilum á ákvæði um gistirými sem eru í gildi.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólafur Kjartansson V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúum Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017.

Svör við athugasemdum.

1) Í samræmi við gildandi deiliskipulag er aðkoma að lóð nr. 19 við Aðalstræti frá Duggufjöru. Í upphaflegu deiliskipulagi Duggufjöru var aðkoma að baklóðum við Aðalstræti skilgreind frá Duggufjöru þar sem rými væri þar meira en í Aðalstræti sem er þröng gata.

2) Í húsinu eru skráðar tvær íbúðir. Í rekstrarleyfi fyrir gistingu kemur fram að hvora íbúð skuli leigja út sem eina heild til eins aðila, en ekki er heimilt að leigja hvert herbergi út fyrir sig. Gert er ráð fyrir að rúmast geti 4-6 gestir í hvorri íbúð og leiga í kjallara er óheimil þar sem lofthæð er of lítil. Miðað við að þessi skilyrði séu uppfyllt og bílskúrinn nýist einnig fyrir bílastæði, er ekki þörf á fleiri bílastæðum á lóðinni.


Skipulagsráð áréttar að í samræmi við deiliskipulagstillöguna verður önnur notkun en bílgeymsla óheimil í fyrirhuguðu rými. Skipulagsráð tekur ekki á þætti gistiheimilisins en bendir umsækjanda og umsagnaraðilum á ákvæði um gistirými sem eru í gildi.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólafur Kjartansson V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.