Davíðshagi 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010045

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 3. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Sótt er um að fjölga íbúðum, auka nýtingarhlutfall, stækka bílastæðalóð, hækka hús, fara út fyrir eða breyta byggingarreit vegna svala og stigahúss og breyta leiðsögukóta húss. Meðfylgjandi er skýringateikning eftir Harald Árnason ásamt rökstuðningi fyrir skipulagsbreytingunni.
Skipulagsráð óskar umsagnar skipulagshöfundar og frestar erindinu.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017.

Lögð var fram umsögn Árna Ólafssonar hönnuðar Hagahverfis dagsett 4. febrúar 2017. Árni mætti á fundinn og svaraði spurningum.
Skipulagsráð hafnar stækkun á lóð vegna fjölgunar bílastæða og bendir á skilmála í skipulagi um fjölda bílastæða í samræmi við stærðir íbúða.

Aðrar óskir um breytingar telur skipulagsráð samræmast markmiðum skipulagsins svo lengi sem ákvæði skipulags um bílastæði séu uppfyllt.

Skipulagsráð áréttar að fjölbreyttar íbúðagerðir verði í húsinu.


Í ljósi þessa heimilar skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Breytingar verði unnar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017 og heimilaði deiliskipulagsbreytingu á fundi 8. febrúar 2017.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017 og heimilaði deiliskipulagsbreytingu á fundi 8. febrúar 2017.

Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.