Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - breyting á skipan fulltrúa

Málsnúmer 2017030595

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:

Tryggvi Már Ingvarsson tekur sæti Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi 29. nóvember 2017 að skipa starfshóp í nefndinni. Ákveðið var að hópinn skipuðu formaður og annar af tveimur fulltrúum Eyjafjarðarsveitar, Akureyrar og Hörgársveitar í nefndinni. Óskað er eftir að ákveðið verði hver komi til með að sitja í starfshópnum og það tilkynnt til sveitarstjóra Grýtubakkahrepps.
Skipulagsráð samþykkir að tilnefna Edward Hákon Huijbens V-lista sem fulltrúa ráðsins í starfshópinn.