Málsnúmer 2013040143Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.
Umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013 sem bendir á að rökstyðja þarf aðalskipulagsbreytinguna betur og að meta skuli þann hluta breytingarinnar er tekur til Götu sólarinnar, sbr. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Á skipulagssvæðinu liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku, háspennu- og vatnslögn. Ef heimiluð verður uppbygging á svæðinu þarf líklega að færa umræddar lagnir á kostnað þess aðila sem óskar eftir breytingum.
3) Landsneti, 18. júní 2013.
Um svæðið liggja tvær háspennulínur sem Landsnet á og lögð er áhersla á að helgunarsvæði háspennulínanna sé virt í skipulaginu og það skýrt afmarkað. Viðvörunarskilti þurfa að vera varðandi hvar má tjalda og vegna leikja barna. Landsnet fer fram á að nánara skiplag á svæðinu í nágrenni við háspennulínurnar verði unnið í samráði við Landsnet.
Svar við umsögnum:
1) Umbeðnar upplýsingar er nú þegar í texta á uppdrætti.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.
3) Umræddar lagnir Landsnets ætti ekki að þurfa að færa þar sem þær eru í jaðri svæðisins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að bókun bæjarráðs frá 10. maí 1994 um afslátt á greiðslu gatnagerðargjalda verði felld niður og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista mætti í stað Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Hlín Bolladóttir L-lista mætti í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar og Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í stað Odds Helga Halldórssonar.