Bæjarsjóður - 6 mánaða uppgjör

Málsnúmer 2013070001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista lagði fram þá tillögu að unnið verði sex mánaða uppgjör fyrir bæjarsjóð (A-hluta) með áritun endurskoðenda.

Meirihluti bæjarráðs telur ekki þörf á endurskoðuðu milliuppgjöri vegna reksturs ársins 2013.

Engar forsendur eru til þess að láta framkvæma endurskoðað milliuppgjör sérstaklega á þessu ári umfram önnur ár enda eru bæjarfulltrúar vel upplýstir í hverjum mánuði um rekstrarstöðu sveitarfélagsins með þeim gögnum sem lögð eru fram af fjármálastjóra og hagsýslustjóra.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Ólafur Jónsson D-lista óskar bókað:

Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum yfir því að bæjarráð hafi ekki samþykkt tillögu mína um gerð 6 mánaða uppgjörs fyrir bæjarsjóð. Bærinn hefur verið rekinn með töluverðum halla tvö síðast liðin ár. Ég bendi á áhyggjur mínar sem komu fram við umræðu um fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og ástæður þess að ég gat ekki samþykkt hana.