Grunnskólar á Akureyri - fjárveitingar og styrkur skólastarfsins

Málsnúmer 2013060255

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

Lagt fram til kynningar erindi dags. 14. júní 2013 frá skólastjórum grunnskólanna á Akureyri þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna þeirra áhrifa sem viðvarandi fjárhagsvandi hefur haft og mun hafa á skólastarfið verði ekkert að gert.
Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Erindið lagt fram til kynningar og umræðu og vísað til gerðrar fjárhagsáætlunar.