Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - umsókn um styrk í tilefni afmælisárs 2013-2014

Málsnúmer 2013060244

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

Erindi dags. 2. maí 2013 frá Dagbjörtu Brynju Harðardóttur, f.h. Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Ragnheiði Skúladóttur f.h. Leikfélags Akureyrar, þar sem óskað er eftir 5 mkr. framlagi frá Akureyrarbæ til að standa straum af sameiginlegum verkefnum félaganna í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og 40 ára afmælis atvinnuleikhúss í bænum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.