Dagforeldrar - ósk um endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2013010308

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 04.02.2013

Erindi dags. 28. janúar 2013 barst frá Herdísi Regínu Arnórsdóttur og Aldísi Einarsdóttur f.h. dagforeldra varðandi beiðni um endurskoðun á samningi dagforeldra og Akureyrarbæjar.

Erindinu er frestað til næsta fundar.

Skólanefnd - 4. fundur - 18.02.2013

Erindi dags. 28. janúar 2013 barst frá Herdísi Regínu Arnórsdóttur og Aldísi Einarsdóttur f.h. dagforeldra á Akureyri varðandi beiðni um endurskoðun á samningi dagforeldra og Akureyrarbæjar.

Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er ekki gert ráð fyrir breytingu á samningum við dagforeldra. Að svo stöddu sér skólanefnd ekki ástæðu til að endurskoða núgildandi samning við dagforeldra en óskar eftir frekari viðræðum við fulltrúa þeirra.

Skólanefnd - 7. fundur - 22.04.2013

Erindi frá fræðslustjóra dags. 2. apríl 2013 með ósk um að heildarendurskoðun fari fram á þjónustusamningi við dagforeldra og foreldra.

Skólanefnd samþykkir að farið verði í heildarendurskoðun á þjónustusamningi við dagforeldra og foreldra. Lagt er til að formaður skólanefndar og tveir starfsmenn af skóladeild sitji í viðræðunefnd af hálfu skólanefndar.

Skólanefnd - 9. fundur - 27.05.2013

Fræðslustjóri kynnti stöðu viðræðna við dagforeldra vegna endurskoðunar á samningi.

Skólanefnd - 10. fundur - 20.06.2013

Fyrir fundinn var lagður nýr samningur um daggæslu í heimahúsum sem er niðurstaða viðræðna við dagforeldra, sem hafa staðið yfir undanfarna mánuði.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 20. júní 2013:
Fyrir fundinn var lagður nýr samningur um daggæslu í heimahúsum sem er niðurstaða viðræðna við dagforeldra sem hafa staðið yfir undanfarna mánuði.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri sátu fund bæjarráð undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samninginn.