Innritun í leikskóla 2012

Málsnúmer 2012010078

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 1. fundur - 09.01.2012

Undir þessum lið mætti Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála. Í máli hennar kom fram að nú bíða 9 börn fædd á árunum 2006-2009 eftir leikskólaplássi. Einnig kom fram að gert er ráð fyrir því að öll börn sem fædd eru á árinu 2010, sem um það sækja, fái pláss í leikskóla á árinu. Vegna þess hve stór árgangur 2010 er eða 315 börn, er nánast útilokað að börn sem fædd eru í janúar-mars 2011, komist inn í leikskóla á árinu.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir upplýsingarnar.

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Ólafur Thoroddsen fulltrúi skólastjóra boðaði forföll.
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna við innritun barna í leikskóla. Þar kemur m.a. fram að alls var sótt um nýskráningar eða flutning milli leikskóla fyrir 381 barn sem fædd eru árið 2010 og fyrr. Af þeim fengu 328 foreldrar tilboð um leikskóla sem þeir settu í 1. sæti eða um tímasetningu sem þeir óskuðu eftir. Með tímasetningu er átt við að foreldrar óskuðu eftir plássi í leikskólum sem buðu upp á vorpláss, þrátt fyrir að þeir skólar hafi ekki verið settir í 1. sæti á umsókn fyrir barn.
Af þeim 53 umsóknum sem eftir voru, var hægt að innrita 12 börn í skóla sem foreldrar settu sem varaskóla á umsókn eða óskuðu sérstaklega eftir af öðrum ástæðum.
Þá var 41 umsókn eftir. Hægt var að bjóða þeim foreldrum val um innritun í 5 skóla fyrir börn sín. Þar af komust 25 börn inn í þá skóla sem þeir völdu fyrir börn sín. 10 foreldrar hafa óskað eftir að bíða eftir að pláss losni í skólum sem þeir settu í 1. sæti og 6 foreldrar hafa enn ekki fengið úrlausn sinna mála. Haft verður samband við þá til að bjóða þeim aðrar lausnir en þeir voru búnir að velja.
Alls er gert ráð fyrir að laus verði um 20 rými í 3 leikskólum eftir að búið er að ganga frá innritun þessara barna.
Alls hafa borist 45 umsóknir fyrir börn sem ekki eru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra flytjist til sveitarfélagsins. Búið er að hafa samband við foreldra þessara barna með tölvupósti þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta umsóknir sínar eða tilkynna séu þeir hættir við flutning.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið.

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikaskóla 2012 eins og hún liggur fyrir nú í lok júní.
Búið er að innrita 292 börn af árgangi 2010 í leikskólana. Í dag eru skráð 328 börn með lögheimili á Akureyri, voru 316 í janúar 2012. Skráðum börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað úr 1132 í janúar 2012 í 1141 nú í júní.
Alls eru 14 börn nú á biðlista, tveggja ára og eldri, sem bíða eftir svari um leikskólapláss. Gera má ráð fyrir að bæta þurfi við 1,0 stöðugildi til að hægt verði að anna þeirri eftirspurn. Kostnaðurinn nemur um 1.5 millj. frá 1. sept. til loka ársins eða um 4,5 millj. á ársgrundvelli. Ennþá eru að berast umsóknir um leikskólapláss svo hugsanlega má búast við að fleiri börn bætist í hópinn þegar fram líða stundir.
Óskað er eftir heimild til að ráða í 1,0 stöðugildi til að anna eftirspurn eftir leikskólaplássum fyrir tveggja ára og eldri.

Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 1,5 millj. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. júní 2012:
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikaskóla 2012 eins og hún liggur fyrir nú í lok júní.
Búið er að innrita 292 börn af árgangi 2010 í leikskólana. Í dag eru skráð 328 börn með lögheimili á Akureyri, voru 316 í janúar 2012. Skráðum börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað úr 1132 í janúar 2012 í 1141 nú í júní.
Alls eru 14 börn nú á biðlista, tveggja ára og eldri, sem bíða eftir svari um leikskólapláss. Gera má ráð fyrir að bæta þurfi við 1,0 stöðugildi til að hægt verði að anna þeirri eftirspurn. Kostnaðurinn nemur um 1.5 millj. frá 1. sept. til loka ársins eða um 4,5 millj. á ársgrundvelli. Ennþá eru að berast umsóknir um leikskólapláss svo hugsanlega má búast við að fleiri börn bætist í hópinn þegar fram líða stundir.
Óskað er eftir heimild til að ráða í 1,0 stöðugildi til að anna eftirspurn eftir leikskólaplássum fyrir tveggja ára og eldri.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 1,5 millj. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1,5 milljón kr. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.

Skólanefnd - 3. fundur - 04.02.2013

Staða á innritun í leikskóla 2013 og biðlistum til dagforeldra.
Hrafnhildur Sigurðardóttir gerði grein fyrir stöðu mála. Fram kom í máli hennar að vegna fækkunar á leikskólum næsta haust verði hægt að verða við óskum allra foreldra þeirra barna sem fædd eru á árunum 2008-2011 um leikskólapláss. Heildarfjöldi barna sem bíða eftir leikskólaplássi í janúar 2013 er 217 en ráðgert er að 271 barn útskrifist af leikskóla á árinu.