Sérkennsla í leikskólum 2012

Málsnúmer 2012060176

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Lagt fram minnisblað ódagsett frá Hrafnhildi G. Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir aukningu um 1,5 stöðugildi vegna sérkennslu leikskólabarna á árinu 2012. Áætlaður kostnaður er 7,2 millj.
Meginástæða þess að fjölga þarf stöðugildum á yfirstandandi ári er að tvö börn hafa flutt í bæinn nú í vor sem þurfa mikla sérkennslu og tvö börn til viðbótar hafa þurft sérkennslu vegna alvarlegra veikinda. Að auki eru tvö ung börn að byrja í leikskóla með greiningu sem kallar á mikla sérkennslu. Einnig hefur verið óskað eftir þjónustu fyrir eitt fjölfatlað barn.

Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 7,2 millj. til að ráða í viðbótastöðu vegna fjölgunar barna með fötlunargreiningu í leikskólum.

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. júní 2012:
Lagt fram minnisblað ódagsett frá Hrafnhildi G. Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir aukningu um 1,5 stöðugildi vegna sérkennslu leikskólabarna á árinu 2012. Áætlaður kostnaður er 7,2 millj.
Meginástæða þess að fjölga þarf stöðugildum á yfirstandandi ári er að tvö börn hafa flutt í bæinn nú í vor sem þurfa mikla sérkennslu og tvö börn til viðbótar hafa þurft sérkennslu vegna alvarlegra veikinda. Að auki eru tvö ung börn að byrja í leikskóla með greiningu sem kallar á mikla sérkennslu. Einnig hefur verið óskað eftir þjónustu fyrir eitt fjölfatlað barn.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 7,2 millj. til að ráða í viðbótastöðu vegna fjölgunar barna með fötlunargreiningu í leikskólum.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 7,2 milljónir kr. til að ráða í viðbótastöðu vegna fjölgunar barna með fötlunargreiningu í leikskólum.