Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2012

Málsnúmer 2012060156

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

Erindi dags. 18. júní 2012 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem fram kemur að nefndin hyggist breyta áherslum sínum við fjárlagagerðina. Fjárlaganefnd óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaga fyrir 1. ágúst nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

Bæjarráð - 3331. fundur - 13.09.2012

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:52.
Erindi dags. 3. september 2012 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013. Óskað er eftir að sveitarstjórn leggi áherslu á málefni sem varða fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga svo og önnur mál sem tengjast málefnasviði nefndarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt tveimur bæjarfulltrúum að fara á fund fjárlaganefndar fyrir hönd Akureyrarbæjar.