Bæjarráð

3239. fundur 16. september 2010 kl. 09:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - heimsókn formanns

Málsnúmer 2010090066Vakta málsnúmer

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu verkefni sambandsins.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Halldóri Halldórssyni fyrir komuna.

2.Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2010

Málsnúmer 2010090053Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. september 2010 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Óskað er eftir að sveitarstjórn láti vita fyrir 17. september nk. hvort óskað er eftir fundi með nefndinni.

Staðfestur hefur verið fundur með fjárlaganefnd þriðjudaginn 28. september nk. kl. 14:00. Akureyrarbær mun senda fulltrúa til viðræðna við nefndina.

3.Stytting hringvegarins - athugasemd við aðalskipulag Húnavatnshrepps og Blönduóssbæjar

Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla hreppsnefndar Húnavatnshrepps á athugasemdum við aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022 dags. 8. september 2010.

4.Vinnueftirlitið - vinnuverndarstarf

Málsnúmer 2010090034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 2. september 2010 frá Vinnueftirlitinu þar sem kynntar eru skyldur bæjar- og sveitarstjórna varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum. Þar kemur meðal annars fram að allir vinnustaðir eiga að gera áhættumat á störfum starfsmanna og að í fyrirtækjum með 10 starfsmenn eða fleiri eiga að vera starfandi öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður eða öryggisnefnd þar sem starfa 50 eða fleiri. Einnig er óskað eftir að sveitarfélög svari spurningalista um stöðu áhættumats hjá stofnunum og vinnustöðum þess.

5.Skólahreysti - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010090048Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. september 2010 þar sem Andrés Guðmundsson fyrir hönd Skólahreysti óskar eftir styrk að upphæð kr. 190.000 til að greiða útistandandi húsaleiguskuld við Íþróttahöllina á Akureyri.

Norðurlandsriðlar í Skólahreysti fóru fram 11. mars sl.

Með vísun til þess hversu seint erindið barst getur bæjarráð ekki orðið við því.

6.Eyþing - vinnuhópur um sameiningarkosti á svæði Eyþings

Málsnúmer 2010040050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar vinnuhóps um sameiningarkosti á svæði Eyþings dags. 3. september 2010. Einnig lögð fram skýrsla samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi nr. 1, 2010. Sveitarfélagið Vesturland, sameining Vesturlands í eitt sveitarfélag.

7.Öldrunarheimili Akureyrar - staðsetning nýs hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2009070007Vakta málsnúmer

Rætt um staðsetningu á nýju hjúkrunarheimili á Akureyri. Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 9. september sl.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar að breyta fyrri ákvörðun bæjarráðs um staðsetningu hjúkrunarheimilis og samþykkir að heimilið skuli reist við Vestursíðu.

Fulltrúar A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista óskað bókað:

Við lýsum undrun okkar á því að sú teikning sem liggur fyrir af hjúkrunarheimilinu skuli falla betur að lóð við Vestursíðu en þeirri lóð í Naustahverfi þar sem búið var að ákveða að byggja húsið. Hönnunin hefur augljóslega ekki tekið mið af samþykktri lóð. Af því hlýst að líkindum kostnaður fyrir bæjarsjóð og þess vegna er nauðsynlegt að skýra hvernig á því stendur. Það hafa bæjaryfirvöld ekki gert.

Formaður bæjarráðs óskar bókað:

Ástæða fyrir flutningi hjúkrunarheimilisins er að við teljum betra að reisa það í grónu hverfi. Einnig teljum við æskilegt að staðsetja svona heimili sem víðast um bæinn svo fólk hafi val.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.
Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 11:50.