Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2010

Málsnúmer 2010090053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3239. fundur - 16.09.2010

Erindi dags. 8. september 2010 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Óskað er eftir að sveitarstjórn láti vita fyrir 17. september nk. hvort óskað er eftir fundi með nefndinni.

Staðfestur hefur verið fundur með fjárlaganefnd þriðjudaginn 28. september nk. kl. 14:00. Akureyrarbær mun senda fulltrúa til viðræðna við nefndina.