Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni vegna kaupa á nýjum björgunarbáti

Málsnúmer 2011080054

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 94. fundur - 18.08.2011

Erindi dags. 25. júlí 2011 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti fyrir starfsemi félagsins við Höepfnersbryggju.

Íþróttaráð telur nauðsynlegt að bæta öryggismál Siglingaklúbbsins Nökkva og samþykkir fyrir sitt leyti styrk að upphæð kr. 1.000.000 til verkefnisins.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3283. fundur - 25.08.2011

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. ágúst 2011:
Erindi dags. 25. júlí 2011 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti fyrir starfsemi félagsins við Höepfnersbryggju.
Íþróttaráð telur nauðsynlegt að bæta öryggismál Siglingaklúbbsins Nökkva og samþykkir fyrir sitt leyti styrk að upphæð kr. 1.000.000 til verkefnisins.
Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:

Bæjarlistinn telur afgreiðsluna og forsögu hennar bera vott um arfaslaka stjórnsýslu. Það sé með öllu ótækt að lofa fé til kaupa á björgunarbáti án aðkomu nefnda eða bæjarráðs. Verkefnið er þarft en afgreiðslan afleit.