Vinabæjamót - tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås í ágúst 2011

Málsnúmer 2010090044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3254. fundur - 16.12.2010

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. desember 2010 frá Västerås, vinabæ Akureyrar, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins á því að færa tenglamótið sem halda átti dagana 10.- 13. ágúst nk. í Västerås til 24.- 27. ágúst 2011.

Bæjarráð samþykkir að tenglamótið verði flutt til 24.- 27. ágúst nk.

Bæjarráð - 3272. fundur - 12.05.2011

Erindi dags. 31. mars 2011 frá bæjarstjóranum í Västerås þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås dagana 10.- 13. ágúst 2011.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Akureyrarstofu ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Västerås.

Bæjarráð - 3283. fundur - 25.08.2011

Greint frá ferð á tenglamót sem haldið var dagana 10.- 13. ágúst sl. í Västerås.
Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi ásamt maka voru fulltrúar Akureyrarbæjar á tenglamótinu.