Samgönguþing 2011

Málsnúmer 2011050084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3273. fundur - 19.05.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 10. maí 2011 þar sem innanríkisráðuneytið og samgönguráð hvetja landshlutasamtök sveitarfélaga til þátttöku á samgönguþingi 2011 og í framhaldinu til að vinna markvisst að sóknaráætlun næstu mánuði. Samgönguþingið verður haldið á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí 2011 og stendur frá kl. 13:00-17:00.

Bæjarráð - 3280. fundur - 21.07.2011

Erindi dags. 13. júlí 2011 frá Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, varðandi forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun. Óskað er eftir að sveitarstjórn sendi inn tillögu fyrir 25. ágúst nk. um 3 - 5 verkefni sem hún telur að setja eigi í forgang á næstu samgönguáætlun.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3283. fundur - 25.08.2011

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 13. júlí 2011 frá Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, varðandi forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun. Óskað er eftir að sveitarstjórn sendi inn tillögu fyrir 25. ágúst nk. um 3 - 5 verkefni sem hún telur að setja eigi í forgang á næstu samgönguáætlun.
Áður á dagskrá bæjarráðs 21. júlí sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gagna frá greinargerð sveitarfélagsins til Eyþings.