Varpholt - framtíðaráform

Málsnúmer 2009110053

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 181. fundur - 28.01.2011

Rætt um framtíðaráform varðandi húsið.

Frestað.

Skólanefnd - 5. fundur - 07.03.2011

Fyrir fundinum lá að ræða og taka ákvörðun um afstöðu skólanefndar til nýtingar á húsnæði Varpholts. Ljóst er að húsnæðið er ekki nauðsynlegt fyrir starfsemi Hlíðarskóla og hefur staðið ónotað um tíma en á kostnað skólanefndar.

Skólanefnd telur að ekki séu not fyrir húsnæði Varpholts fyrir skólastarf. Því er óskað eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að skólanefnd verði leyst undan leiguskyldum af húsinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 185. fundur - 18.03.2011

Tekið fyrir erindi frá skólanefnd dags. 10. mars 2011 þess efnis að nefndin verði leyst undan leiguskyldum af Varpholti, þar sem engin not séu fyrir húsnæðið undir skólastarf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og koma með tillögur fyrir næsta fund.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 187. fundur - 15.04.2011

Rætt um framtíðaráform með Varpholt.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að húsinu verði afmörkuð hæfileg lóð og auglýst til sölu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 188. fundur - 20.05.2011

Farið yfir kauptilboð sem barst í Varpholt.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar tilboðinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 193. fundur - 19.08.2011

Lagt fram til kynningar kauptilboð í Varpholt dags. 3. ágúst 2011.

Bæjarráð - 3283. fundur - 25.08.2011

Lagt fram kauptilboð í Varpholt.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í Varpholt.