Bæjarráð

3841. fundur 07. mars 2024 kl. 08:15 - 11:44 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Vistorka - starfsemi 2024

Málsnúmer 2024030160Vakta málsnúmer

Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku mætti til fundar og kynnti starfsemi og helstu verkefni Vistorku.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra Vistorku fyrir kynninguna.

2.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 26. febrúar 2024:

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025 og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð felur jafnframt forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að leggja fram minnisblað um nýtingu og reynslu úrræðisins fyrir bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

3.Norður Akureyri - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2024011462Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Málið var áður á dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs 12. febrúar 2024 og bæjarráðs 22. febrúar 2024 sem frestaði málinu og vísaði því til fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkti á fundi sínum 26. febrúar 2024 samninginn fyrir sitt leyti og vísaði honum til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um aðgang viðskiptavina Norður Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

4.Lautin - húsnæðismál

Málsnúmer 2024021272Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2024 um þarfir Lautarinnar er varðar húsnæði. Ólafur Örn Torfason forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð óskar eftir því að starfsemi Lautarinnar verði fundið hentugra húsnæði þar sem núverandi húsnæði er of stórt og hentar ekki starfseminni. Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ólafur Örn Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð er sammála óskum velferðarráðs og felur umhverfis- og mannvirkjasviði í samvinnu við sviðsstjóra velferðarsviðs og forstöðumanni búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemina.

5.Bifreiðastæðasjóður - verklagsreglur um breytingar á gjaldskyldu og annarri flokkun bifreiðastæða

Málsnúmer 2024011019Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar Verklagsreglur um breytingar á gjaldskyldu og flokkun bifreiðastæða og verklag við eftirlit, framfylgd reglna og rekstur bifreiðastæða.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til skipulagsráðs.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi verklagsreglur og vísar þeim til bæjarráðs.

Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir Verklagsreglur um breytingar á gjaldskyldu og flokkun bifreiðastæða og verklag við eftirlit, framfylgd reglna og rekstur bifreiðastæða.

6.Reglur um frágang framkvæmda í bæjarlandinu

Málsnúmer 2023120857Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Liður 14 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar verklagsreglur um yfirborðsfrágang vegna framkvæmda í bæjarlandinu.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til skipulagsráðs.

Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um frágang framkvæmda í bæjarlandinu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

Málsnúmer 2023030859Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. febrúar 2024:

Lögð fram sáttatillaga Akureyrarbæjar við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverksins Móahverfi - 1. áfangi - gatnagerð og lagnir.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sáttatillöguna fyrir sitt leyti.

Sáttatillagan fer nú til samþykktar fyrir bæjarráð þar sem hún er með fyrirvara um samþykki ráðsins.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir sáttatillöguna.

8.Akureyrarvaka 2024

Málsnúmer 2024030157Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að í tilraunaskyni verði Listasumar ekki haldið í ár og fjárveiting sem áætluð er til hátíðarinnar renni þess í stað til Akureyrarvöku. Markmiðið er að efla Akureyrarvöku sem megin menningarhátíð Akureyrarbæjar og nýta betur fjármuni og mannafla. Að sumri loknu verði metið hvernig til tókst og hvort breytingin eigi að standa til framtíðar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

9.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2024

Málsnúmer 2024021715Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. febrúar 2024 frá Óttari Guðjónssyni f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 16:30 í Silfurbergi í Hörpu, Reykjavík.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á fundinum.

10.80 ára afmæli lýðveldisins - bréf til sveitarstjórna

Málsnúmer 2024030044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2024 frá Margréti Hallgrímsdóttur f.h. nefndar um 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins sem vinnur að mótun hátíðardagskrár afmælisársins sem mun ná hámarki 17. júní nk. Með erindinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðadagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og hentar best á hverjum stað.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram.

11.Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 21. febrúar 2024.

12.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010320Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 168. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 22. febrúar 2024 ásamt tillögum að áherslum í nýframkvæmdum umhverfismála í Hrísey.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. febrúar 2024.
Vegna umræðna um kjarasamninga.

Bæjarráð ítrekar svohljóðandi bókun bæjarstjórnar frá 5. desember 2023:

"Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki".

Fundi slitið - kl. 11:44.