Norður Akureyri - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2024011462

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Liður 14 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu og vísar málinu til fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47. fundur - 26.02.2024

Liður 14 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar málinu og vísar málinu til fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3841. fundur - 07.03.2024

Lagt fram að nýju til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Málið var áður á dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs 12. febrúar 2024 og bæjarráðs 22. febrúar 2024 sem frestaði málinu og vísaði því til fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkti á fundi sínum 26. febrúar 2024 samninginn fyrir sitt leyti og vísaði honum til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um aðgang viðskiptavina Norður Akureyri að Sundlaug Akureyrar.