Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3808. fundur - 11.05.2023

Fundargerðir 26., 27. og 28. funda öldungaráðs lagðir fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 1. og 2. lið í fundargerð 27. fundar öldungaráðs til velferðarráðs.

Velferðarráð - 1369. fundur - 24.05.2023

Tekinn er fyrir 1. liður í fundargerð 27. fundar öldungaráðs sem vísað er til velferðarráðs frá bæjarráði. Þar leggur öldungaráð til að bæjarstjórn Akureyrarbæjar leitist eftir þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki í heimahúsum undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.
Málið var tekið til umfjöllunar á velferðarráðsfundi 26.apríl og verður áfram fylgst með framvindu verkefnisins.

Velferðarráð - 1369. fundur - 24.05.2023

Tekinn er fyrir 2. liður í fundargerð 27. fundar öldungaráðs sem vísað er til velferðarráðs frá bæjarráði. Þar bendir öldungaráð á að aðgengi eldra fólks á Akureyri að hollri næringu sé áhyggjuefni og hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að fá hádegismat á viðráðanlegu verði fyrir eldra fólk í Birtu og Sölku.
Fyrir liggur útfærsla á tilraunarverkefni vegna máltíða í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku sem var samþykkt í fræðslu- og lýðheilsuráði 15. maí 2023.

Bæjarráð - 3820. fundur - 28.09.2023

Fundargerð 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa 2. lið fundargerðar öldungaráðs til fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 11. október 2023.

Bæjarráð - 3832. fundur - 21.12.2023

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 32. og 33. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsettar 8. nóvember og 13. desember 2023.
Bæjarráð vísar lið 2 í fundargerð nr. 33 til fræðslu- og lýðsheilsuráðs og hvetur til þess að ráðið skoði hvort að tækifæri séu til úrbóta er varðar næringu eldra fólks, t.a.m. með fræðslu eða öðrum stuðningi.

Bæjarráð - 3835. fundur - 25.01.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 17. janúar 2024.

Bæjarráð - 3841. fundur - 07.03.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 21. febrúar 2024.

Bæjarráð - 3843. fundur - 04.04.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 19. mars 2024.
Bæjarráð vísar lið 3 í fundargerðinni til skoðunar fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 37. og 38. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsettar 17. apríl og 29. maí 2024.
Bæjarráð samþykkir að taka fyrir 3. lið í 38. fundargerð öldungaráðs á næsta fundi bæjarráðs.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Mikilvægt er að taka athugasemdir öldungaráðs er varðar matarmál og opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins alvarlega. Þá er sérstaklega mikilvægt að fá fram upplýsingar um ábendingar er varðar ólöglega starfsmannaaðstöðu, skorti á viðhaldi, klóaklykt og óboðlega aðstöðu í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku. Það hlýtur að teljast alvarlegt að öldungaráð telji Akureyrarbæ ekki uppfylla lagaskyldu sína er varðar aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi aldraða.