Lautin - húsnæðismál

Málsnúmer 2024021272

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1382. fundur - 28.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2024 um þarfir Lautarinnar er varðar húsnæði. Ólafur Örn Torfason forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir því að starfsemi Lautarinnar verði fundið hentugra húsnæði þar sem núverandi húsnæði er of stórt og hentar ekki starfseminni. Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3841. fundur - 07.03.2024

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2024 um þarfir Lautarinnar er varðar húsnæði. Ólafur Örn Torfason forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð óskar eftir því að starfsemi Lautarinnar verði fundið hentugra húsnæði þar sem núverandi húsnæði er of stórt og hentar ekki starfseminni. Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ólafur Örn Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð er sammála óskum velferðarráðs og felur umhverfis- og mannvirkjasviði í samvinnu við sviðsstjóra velferðarsviðs og forstöðumanni búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemina.