Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

Málsnúmer 2023030859

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 135. fundur - 21.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 17. mars 2023 um stöðu hönnunar og útboðs á Móahverfi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 13. apríl 2023 vegna útivistarstígs í gegnum Langamel. Samhliða framkvæmdum við stígagerð í og umhverfis Móahverfi er óskað eftir leyfi til að leggja útivistarstíg þvert yfir Langamel.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í stígagerðina í sátt við umhverfið og með lágmarks röskun á Langamel.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 2. júní 2023 varðandi Móahverfi og staðan á útboði á framkvæmdum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna opnunar tilboða í 1. áfanga Móahverfis, gatnagerð og lagnir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá G. Hjálmarssyni hf. að upphæð kr. 798.361.508.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 150. fundur - 07.11.2023

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 6. nóvember 2023 varðandi framkvæmdir við Móahverfi.

Þórir Guðmundsson verkefnastjóri sameiginlegra verkefna Akureyrarbæjar og Norðurorku og Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda gatna sátu fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 156. fundur - 20.02.2024

Lögð fram sáttatillaga Akureyrarbæjar við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverksins Móahverfi - 1. áfangi - gatnagerð og lagnir.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sáttatillöguna fyrir sitt leyti.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 1. mars 2024 varðandi framkvæmdir við Móahverfi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3841. fundur - 07.03.2024

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. febrúar 2024:

Lögð fram sáttatillaga Akureyrarbæjar við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverksins Móahverfi - 1. áfangi - gatnagerð og lagnir.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sáttatillöguna fyrir sitt leyti.

Sáttatillagan fer nú til samþykktar fyrir bæjarráð þar sem hún er með fyrirvara um samþykki ráðsins.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir sáttatillöguna.

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Umræða um stöðu framkvæmda í Móahverfi.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir sem lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista:

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi að óháðri úttekt á allri framkvæmd við Móahverfi og leggja fyrir bæjarráð lýsingu á verkbeiðni og kostnaðarmat fyrir lok maí þar sem stefnt yrði að gerð úttektar á haustmánuðum 2024.

Til máls tóku Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.

Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Gunnars Más Gunnarsson var borin upp til atkvæða. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarssonar, Hildu Jönu Gísladóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

Jón Hjaltason óháður sat hjá.


Bæjarfulltrúar L-lista, D-lista og M-lista óska bókað:

Við teljum þessa tillögu ekki tímabæra þar sem enn er ekki komið í ljós hvort að tafir verði á afhendingu lóða í Móahverfi. Okkur þykir ekki forsvaranlegt að fara í kostnaðarsama úttekt þegar ekki liggur fyrir hvort að tafir verði. Verði hinsvegar eitthvað til þess að ekki náist að afhenda lóðir á tilsettum tíma er sjálfsagt að skoða það hvort að ástæða sé til óháðrar úttektar.