Bæjarráð

3805. fundur 13. apríl 2023 kl. 08:15 - 11:37 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Brynjólfur Ingvarsson óháður boðaði forföll.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022

Málsnúmer 2022090397Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson framkvæmdastjóri frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf., sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Andri Teitsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Starfsáætlun fjársýslusviðs 2023

Málsnúmer 2022110623Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun fjársýslusviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2023.

3.Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum

Málsnúmer 2022120508Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum. Fræðslu- og lýðheilsuráð tók málið fyrir á 28. fundi sínum þann 27. mars 2023 og vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 63 m.kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins að fjárhæð 63 milljónir og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

4.Samstarf Akureyrarbæjar og Samtakanna '78

Málsnúmer 2022100497Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjajólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Samtökin '78 á grundvelli tilboðs samtakanna og felur bæjarlögmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

5.Samningur við Félag eldri borgara á Akureyri

Málsnúmer 2022042215Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Félag eldri borgara á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Félag eldri borgara á Akureyri og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

6.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2023

Málsnúmer 2023040193Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2023 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, í stjórn SÍMEY til næstu tveggja ára. Jafnframt er boðað til ársfundar miðvikudaginn 26. apríl kl. 14:00.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara. Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

7.Eining- Iðja - samkomulag vegna sumarvinnu 17 ára ungmenna 2023

Málsnúmer 2023040373Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að samkomulagi við Einingu-Iðju um fyrirkomulag vinnuskóla fyrir 17 ára ungmenni sumarið 2023.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um samkomulag við Einingu-Iðju.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 2023040106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2023. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Bæjarráð hvetur ráð og svið bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðsins og senda tillögu til bæjarstjóra fyrir 27. apríl næstkomandi.

9.Norðurorka hf. - aðalfundur 2023

Málsnúmer 2023031642Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2023 frá stjórn Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 25. apríl nk. kl. 13:00 í Menningarhúsinu Hofi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

10.SSNE - ársþing 2023

Málsnúmer 2023031930Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. mars 2023 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra þar sem boðað er til ársfundar samtakanna 14. og 15. apríl nk.

11.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 51. fundar stjórnar SSNE dagsett 29. mars 2023.

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, gæludýrahald, 80. mál

Málsnúmer 2023031529Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. mars 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, gæludýrahald, 80. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0080.pdf

13.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál

Málsnúmer 2023031911Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. mars 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1351.pdf

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk er lögð áhersla á samþættingu þjónustu: "Á árinu 2023 hefjist skilgreind þróunarverkefni á 4-6 svæðum á landinu þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi er samþætt, undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn. Samhliða þróunarverkefnum verði markvisst innleidd velferðartækni." Ég geri það að tillögu minni að bæjarstjóra verði falið að fylgjast með þróun mála og í framhaldinu bjóða okkar sveitarfélag sem þátttakanda í þessu verkefni. Ég tel það samræmast þeirri vinnu sem er í gangi í málefnum eldri borgara hjá Akureyrarbæ þar sem meðal annars á skoða samþættingu þjónustu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.Tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál

Málsnúmer 2023031929Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. mars 2023 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1430.pdf

15.Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál

Málsnúmer 2023040018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. mars 2023 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1431.pdf

Fundi slitið - kl. 11:37.