Félag eldri borgara á Akureyri - ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi við Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022042215

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri dagsett 13. desember 2022 með ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi milli Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við formann Félags eldri borgara.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Tekið fyrir erindi Félags eldri borgara á Akureyri en málið var áður á dagskrá á 23. fundi ráðsins þann 16. janúar sl.

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni tómstundamála að vinna málið áfram í samstarfi við Félag eldri borgara.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 29. fundur - 03.04.2023

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Félag eldri borgara á Akureyri.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3805. fundur - 13.04.2023

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Félag eldri borgara á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Félag eldri borgara á Akureyri og felur bæjarstjóra að undirrita hann.