Félag eldri borgara á Akureyri - ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi við Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022042215

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri dagsett 13. desember 2022 með ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi milli Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við formann Félags eldri borgara.