Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál

Málsnúmer 2023031911

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3805. fundur - 13.04.2023

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. mars 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1351.pdf

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk er lögð áhersla á samþættingu þjónustu: "Á árinu 2023 hefjist skilgreind þróunarverkefni á 4-6 svæðum á landinu þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi er samþætt, undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn. Samhliða þróunarverkefnum verði markvisst innleidd velferðartækni." Ég geri það að tillögu minni að bæjarstjóra verði falið að fylgjast með þróun mála og í framhaldinu bjóða okkar sveitarfélag sem þátttakanda í þessu verkefni. Ég tel það samræmast þeirri vinnu sem er í gangi í málefnum eldri borgara hjá Akureyrarbæ þar sem meðal annars á skoða samþættingu þjónustu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Velferðarráð - 1367. fundur - 26.04.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 26. apríl 2023. Þar er samantekt um þau verkefni í aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem snúa að sveitarfélögum sérstaklega.