Minnisblað vegna barngilda í leikskólum og betri vinnutíma

Málsnúmer 2022120508

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 22. fundur - 19.12.2022

Lagt fram minnisblað vegna barngilda í leikskólum og betri vinnutíma í kjölfar erindis skólastjóra leikskóla.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Starfsmaður: Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að gera áætlun um forgangsröðun verkefna vegna erindis skólastjóra leikskóla.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Á 22. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs sem haldinn var þann 19. desember 2022 var sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs falið að gera áætlun um forgangsröðun verkefna vegna erindis skólastjóra leikskóla. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur um forgangsröðun verkefna.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra fjármálasviðs.