Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 2023040106

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3805. fundur - 13.04.2023

Erindi dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2023. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Bæjarráð hvetur ráð og svið bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðsins og senda tillögu til bæjarstjóra fyrir 27. apríl næstkomandi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 141. fundur - 20.06.2023

Lagt fram erindi dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2023. Umsóknir í sjóðinn skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna. Akureyrarbær fékk styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna verkefnisins "Forvarnir og viðbrögð við gróðureldum á Hömrum og Kjarnaskógi."

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.