Samstarf Akureyrarbæjar og Samtakanna '78

Málsnúmer 2022100497

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 18. fundur - 17.10.2022

Fyrir liggja drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu til starfsfólks leik- og grunnskóla, nemenda grunnskóla, fræðslu til stjórnenda, ráðgjöf, fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva og fræðsla til þjálfara íþróttafélaga.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í fyrirhugað samstarf og felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs að vinna málið áfram.

Málinu er vísað til ungmennaráðs til umsagnar.

Ungmennaráð - 32. fundur - 09.11.2022

Fræðslu- og lýðheilsuráðs sendi til umsagnar drög að samningi við Samtökin'78 um fræðslu til starfsfólks leik- og grunnskóla, nemenda grunnskóla, fræðslu til stjórnenda, ráðgjöf, fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva og fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Ungmennaráð fór yfir drögin og sendi frá sér bókun.
Ungmennaráð Akureyrar þakkar fræðslu- og lýðheilsuráði fyrir erindið. Ungmennaráðið tekur vel í erindið og fyrir það sem það stendur fyrir. Málefnið er gríðarlega mikilvægur hluti í samfélagslegum þroska barna og telur ungmennaráð það að fá utanaðkomandi aðila með sérfræðiþekkingu á þessu sviði sé góð ákvörðun. Ungmennaráð ítrekar mikilvægi þess að fræðslan verði sett fram á barnvænan hátt og virki þátttöku barna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26. fundur - 27.02.2023

Mál frá 18. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna samstarfssamnings við Samtökin '78. Lagt fram til umræðu.


Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 29. fundur - 03.04.2023

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjajólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3805. fundur - 13.04.2023

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjajólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Samtökin '78 á grundvelli tilboðs samtakanna og felur bæjarlögmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3806. fundur - 24.04.2023

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. apríl 2023:

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Samtökin '78 á grundvelli tilboðs samtakanna og felur bæjarlögmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem komu fram á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann.