Bæjarráð

3802. fundur 16. mars 2023 kl. 08:15 - 11:25 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Metanframleiðsla 2023

Málsnúmer 2023030592Vakta málsnúmer

Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku og Sunna Guðmundsdóttir verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Norðurorku mættu á fundinn og kynntu stöðu metanframleiðslu. Þá mættu á fundinn gegnum fjarfundarbúnað bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir.
Bæjarráð þakkar Eyþóri Björnssyni og Sunnu Guðmundsdóttur fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022011232Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Stefna Amtsbókasafnsins 2023-2025

Málsnúmer 2023030416Vakta málsnúmer

Lögð fram stefna og drög að aðgerðaáætlun Amtsbókasafnsins 2023-2025.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu Amtsbókasafnsins og drög að aðgerðaáætlun 2023-2025. Bæjarráð telur starf Amtsbókasafnsins vera til mikillar fyrirmyndar og sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikil áhersla er lögð á eftirfylgni við stefnur Akureyrarbæjar, ekki síst mannréttindastefnu og umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.

5.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023030655Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 10. mars 2023.

6.Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2022110332Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. mars 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. mars í gegnum samráðsgáttina.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

7.Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 uppbygging innviða, 144. mál

Málsnúmer 2023030399Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. mars 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á frv. til laga um skipulagslög, 144. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/153/s/0144.html
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda svofellda umsögn til nefndarsviðs Alþingis:

Hér er um varasamt fordæmi að ræða þar sem vegið er að sjálfsákvörðunarrétti og skipulagsvaldi sveitarfélaga.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir situr hjá og óskar bókað að hún taki undir hluta bókunar Sambands Íslenska sveitarfélaga frá 2020 um þetta tiltekna mál: Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gerði ekki athugasemd við ákvæði frumvarpsins um raflínuskipulag en áréttaði að tillagan fæli í sér verulegt frávik frá meginreglum skipulagslaga og að mikilvægt væri að ekki væru áform um frekari skref í þá átt að færa skipulagshlutverkið frá sveitarfélögum.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar, 782. mál

Málsnúmer 2023030412Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. mars 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1194.pdf

9.Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál

Málsnúmer 2023030523Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0166.pdf

10.Frumvarp til laga um grunnskóla, framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla, 128. mál

Málsnúmer 2023030524Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla, framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla, 128. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/153/s/0128.html

11.Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál

Málsnúmer 2023030525Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/153/s/0126.html

12.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál

Málsnúmer 2023030522Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1212.pdf

Fundi slitið - kl. 11:25.