Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2022110332

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Lagt fram erindi dagsett 7. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til breytinga á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. nóvember 2022 í gegnum samráðsgáttina.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpið.

Bæjarráð - 3802. fundur - 16.03.2023

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. mars 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. mars í gegnum samráðsgáttina.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.