Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 uppbygging innviða, 144. mál

Málsnúmer 2023030399

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3802. fundur - 16.03.2023

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. mars 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á frv. til laga um skipulagslög, 144. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/153/s/0144.html
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda svofellda umsögn til nefndarsviðs Alþingis:

Hér er um varasamt fordæmi að ræða þar sem vegið er að sjálfsákvörðunarrétti og skipulagsvaldi sveitarfélaga.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir situr hjá og óskar bókað að hún taki undir hluta bókunar Sambands Íslenska sveitarfélaga frá 2020 um þetta tiltekna mál: Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gerði ekki athugasemd við ákvæði frumvarpsins um raflínuskipulag en áréttaði að tillagan fæli í sér verulegt frávik frá meginreglum skipulagslaga og að mikilvægt væri að ekki væru áform um frekari skref í þá átt að færa skipulagshlutverkið frá sveitarfélögum.