Stefna Amtsbókasafnsins 2023-2025

Málsnúmer 2023030416

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3802. fundur - 16.03.2023

Lögð fram stefna og drög að aðgerðaáætlun Amtsbókasafnsins 2023-2025.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu Amtsbókasafnsins og drög að aðgerðaáætlun 2023-2025. Bæjarráð telur starf Amtsbókasafnsins vera til mikillar fyrirmyndar og sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikil áhersla er lögð á eftirfylgni við stefnur Akureyrarbæjar, ekki síst mannréttindastefnu og umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.