Sérstakur húsnæðisstuðningur 2022

Málsnúmer 2022100806

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1358. fundur - 26.10.2022

Lagðar fram tillögur um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tekjuviðmiðum sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumálaráðuneytis fyrir sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. október 2022:

Lagðar fram tillögur um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tekjuviðmiðum sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumálaráðuneytis fyrir sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið fyrir sérstakan húsnæðisstuðning hækki frá og með 1. mars 2023 sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá 1. júní 2022.

Velferðarráð - 1363. fundur - 25.01.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 25. janúar 2023 þar sem fram koma helstu upplýsingar er varða sérstakan húsnæðisstuðning árið 2022.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.