Útboð Hríseyjarferju

Málsnúmer 2022101113

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Rætt um útboð á rekstri Hríseyjarferju 2023-2025 sem Vegagerðin auglýsti 28. október 2022.
Hríseyjarferjan er þjóðvegur eyjarskeggja og allra þeirra sem heimsækja eyjuna. Bæjarráð fer því fram á að ferjuáætlun muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur og að réttur Vegagerðarinnar til að fækka ferðum um allt að 20% á samningstíma verði tekinn úr útboðinu.

Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna.

Bæjarráð tekur undir bókun hverfisráðs Hríseyjar frá 1. nóvember sl., og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.