Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál

Málsnúmer 2022101051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. október 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0400.pdf