Týsnes 4-6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100790

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Erindi Bjarka Þóris Valberg dagsett 20. október 2022 f.h. Íslandsþara ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes. Á fundi skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar væru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitir lóðanna sameinaðir í einn byggingarreit sem yrði um 4.300 m² að stærð.

Sú grenndarkynning hefur ekki farið af stað þar sem skipulagsgögn voru í vinnslu.

Breytingin sem sótt er um nú felst í eftirfarandi:

1. Lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes verða sameinaðar í eina lóð sem verður 14.361 m².

2. Byggingarreitur verður 5.204 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,3 í 0,342.

Þá er jafnframt óskað eftir samkomulagi um hugsanlegan afslátt af gatnagerðargjöldum miðað við uppbyggingu 4.918 m² mannvirkja á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi C-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2, 8 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um samkomulag um gjaldtöku eða afslátt af áætluðum gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. október 2022:

Erindi Bjarka Þóris Valberg dagsett 20. október 2022 f.h. Íslandsþara ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes. Á fundi skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar væru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitir lóðanna sameinaðir í einn byggingarreit sem yrði um 4.300 m² að stærð. Sú grenndarkynning hefur ekki farið af stað þar sem skipulagsgögn voru í vinnslu. Breytingin sem sótt er um nú felst í eftirfarandi:

1. Lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes verða sameinaðar í eina lóð sem verður 14.361 m².

2. Byggingarreitur verður 5.204 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,3 í 0,342.

Þá er jafnframt óskað eftir samkomulagi um hugsanlegan afslátt af gatnagerðargjöldum miðað við uppbyggingu 4.918 m² mannvirkja á lóðinni.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi C-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2, 8 og 12. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Ákvörðun um samkomulag um gjaldtöku eða afslátt af áætluðum gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt af gatnagerðargjaldi.