Ein með öllu - samstarfssamningur

Málsnúmer 2022101154

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Lagt fram til kynningar erindi frá félagasamtökunum Vinir Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Ein með öllu næstu þrjú árin. Óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð 1,8 m.kr. árlega sem og vinnuframlagi Umhverfismiðstöðvar. Jafnframt lögð fram greinargerð um framkvæmd hátíðarinnar árið 2022.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð 17. nóvember nk.

Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 3. nóvember 2022:

Lagt fram til kynningar erindi frá félagasamtökunum Vinir Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Ein með öllu næstu þrjú árin. Óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð 1,8 m.kr. árlega sem og vinnuframlagi Umhverfismiðstöðvar. Jafnframt lögð fram greinargerð um framkvæmd hátíðarinnar árið 2022.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð 17. nóvember nk.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðssjóra þjónustu- og skipulagssviðs og forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að undirbúa drög að samningi við Vini Akureyrar og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Lagður fram til umræðu og samþykktar samstarfssamningur við Viðburðastofu Norðurlands um stuðning Akureyrarbæjar við fjölskylduhátíðina Eina með öllu um verslunarmannahelgina á Akureyri.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn til eins árs og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Lagt fram erindi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, f.h. Vina Akureyrar, þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Eina með öllu sem haldin er árlega um Verslunarmannahelgi. Óskað er eftir að Akureyrarbær styrki hátíðina með samningsbundnu framlagi til þriggja ára, að upphæð kr. 2.000.000 auk vinnuframlags frá umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Vini Akureyrar um kr. 2.000.000 vegna hátíðarinnar Einnar með öllu árið 2024 auk vinnuframlags frá umhverfismiðstöð og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að ganga frá samningi þess efnis.