Verklagsreglur um ritun fundargerða og birtingu fylgigagna með fundargerðum - endurskoðun 2021

Málsnúmer 2021100443

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3745. fundur - 28.10.2021

Lagðar fram tillögur að breytingum á verklagsreglum um ritun fundargerða. Fyrst og fremst er um að ræða aðlögun reglnanna að útgefnum leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um ritun fundargerða sveitarstjórna. Helstu breytingar eru að framvegis verða fundargerðir aðeins skráðar, undirritaðar og varðveittar með rafrænum hætti.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að verklagsreglum um fundarritun og birtingu fylgigagna með fundargerðum.