Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021 - fyrri umræða

Málsnúmer 2021080626

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3735. fundur - 19.08.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á 14. grein bæjarmálasamþykktar. Greinin fjallar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum bæjarstjórnar, ráða og nefnda bæjarins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3497. fundur - 07.09.2021

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. ágúst 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á 14. grein bæjarmálasamþykktar. Greinin fjallar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum bæjarstjórnar, ráða og nefnda bæjarins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni tillögunnar.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, framlagða tillögu um breytingar á 14. grein og felur bæjarlögmanni að senda hana til staðfestingar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Bæjarráð - 3745. fundur - 28.10.2021

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3501. fundur - 02.11.2021

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. október 2021:

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti breytingatillögurnar.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa breytingatillögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3502. fundur - 16.11.2021

Lögð fram til síðari umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar. Tillagan var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. nóvember 2021.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Lögð fram til umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar eftir yfirferð og athugasemdir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.