Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti

Málsnúmer 2021060431

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3730. fundur - 10.06.2021

Erindi dagsett 28. maí 2021 frá forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma aðgerðaáætlun fyrir árin 2021-2025 til framkvæmdar.
Bæjarráð vísar erindinu til samfélagssviðs og fræðslusviðs.

Frístundaráð - 100. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir aðgerðaáætlun 2021 - 2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sbr. þingsályktun, nr. 37/150. Í erindinu er farið yfir hlutverk skólaskrifstofu, skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Í aðgerðaáætluninni er lögð mikil áhersla á aukna fræðslu til ungmenna, starfsfólks í félagsmiðstöðvum og starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á hvergi að eiga sér stað í okkar samfélagi. Við í frístundaráði leggjum áherslu á að íþrótta- og tómstundafélög hér á Akureyri sem hafa ekki gert það nú þegar setji sér markviss viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og hegðun sem ýtir undir slíkt og viðbrögð sem taka einnig til þeirra sem beita ofbeldi svo að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum. Mikilvægt er að félög byggi upp menningu er byggir á virðingu og jafningjasamskiptum þar sem ofbeldi og áreitni fæst ekki þrifist.

Mikilvægur hluti af forvörnum er fræðsla til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum. Frístundaráð hefur ákveðið að bjóða öllum íþrótta- og tómstundaaðilum á námskeið er snýr að kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og verður það auglýst fljótlega.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 2. fundur - 24.01.2022

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna kynnti rannsóknarniðurstöður Rannsóknar og greiningar sem lúta að forvörnum í stafrænu umhverfi hjá unglingum.

Silja Rún Reynisdóttir forvarnafulltrúi lögreglunnar sat fundinnn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og fagnar því að búið sé að fastráða forvarnafulltrúa innan lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Ráðið óskar eftir því að starfsmenn á fræðslu- og lýðheilsusviði komi sérstaklega á framfæri til foreldra sláandi niðurstöðum úr könnun Rannsóknar og greiningar er lúta að kynferðislegri friðhelgi ungmenna.

Ráðið óskar eftir að fá stöðu á innleiðingu Akureyrarbæjar á aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti sbr. þingályktunartillögu nr. 37/150 á fjórða fundi ráðsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 4. fundur - 21.02.2022

Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktun nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025. Þar er lögð áhersla á að forvarnir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, sem og í starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Gert er ráð fyrir þverfaglegu samstarfi um aðgerðir.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur fyrir kynninguna. Ráðið telur mikilvægt að vekja athygli íþrótta- og tómstundafélaga á vefsíðunni Stopp ofbeldi https://stoppofbeldi.namsefni.is/