Bæjarráð

3689. fundur 25. júní 2020 kl. 08:15 - 11:14 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Andri Teitsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Lundarskóli - loftgæði - LUSK

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.

Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að farið verði í enduruppbyggingu á álmum A og B í Lundarskóla sbr. framlagt minnisblað. Meirihluti bæjarráðs tekur undir bókun fræðsluráðs frá 15. júní sl. þar sem fram kemur að í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs.

Meirihluti bæjarráðs felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og í framhaldinu að leggja fram tillögu að viðauka vegna framkvæmdanna á árinu 2020 og samhliða því að endurskoða, í samstarfi við sviðsstjóra fjársýslusviðs, framkvæmdaáætlun áranna 2021-2023 í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarráðs að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að fjárhæð 150 milljónir króna vegna bráðabirgðaaðgerða sem ráðast þarf í svo hægt verði að halda upp skólastarfi veturinn 2020-2021. Enn fremur felur meirihluti bæjarráðs sviðsstjóra fræðslusviðs að kynna ákvörðun bæjarráðs fyrir skólaráði Lundarskóla og ungmennaráði.


Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég greiði atkvæði gegn þeirri ákvörðun meirihluta bæjarráðs að farið verði í endurbyggingu á A og B álmu Lundarskóla. Ég tel að það sé ekki forsvaranlegt að leggja í áætlaðan kostnað við endurbyggingu í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um ástand bygginganna. Það er margt sem bendir til þess að kostnaður verði mun meiri en áætlaður er. Ég tel að miðað við þær upplýsingar sem ég hef aflað mér um kostnað við nýbyggingu verði heildarkostnaður endurbóta við A og B álmu ríflega 80% af þeim kostnaði. Það sem er alvarlegt að mínu mati er að áfram verður helmingur af kennslurými Lundarskóla í kjallara, þótt grafið verði frá honum að hluta og ekki er tryggt að núverandi vandi verði leystur til frambúðar. Það eru til lausnir til að brúa skólahald á meðan eldri byggingar eru rifnar og nýjar byggðar sem geta verið mjög ásættanlegar í takmarkaðan tíma. Það er ekkert sem bendir til þess að það hafi neikvæð áhrif á faglegt skólastarf þótt skólastarfið fari fram í bráðabirgðahúsnæði um tíma. Þar má benda á framsækið skólastarf í Norðlingaskóla sem um margra ára skeið var rekið í bráðabirgðaaðstöðu. Það að fara í nýbyggingu getur þýtt það að skólastarfið þarf að vera einu til tveimur árum lengur í bráðabirgðahúsnæði en það tel ég réttlætanlegan „fórnarkostnað“ sé horft til lengri tíma. Ég hef einnig verulegar áhyggjur af því að það muni dragast úr hömlu að ný leikskólabygging verði reist í stað Lundarsels þar sem það væri kjörið tækifæri til að byggja eitt og sama húsið yfir leik- og grunnskólann og ná þannig fram bæði samlegð og hagræði.

Þá hef ég áhyggjur af því að þessi ákvörðun meirihlutans hafi ekki verið kynnt foreldrum, starfsfólki og skólaráði með nægjanlega skýrum hætti áður en hún var tekin.

2.Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19. Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 28. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greiða framlag skv. samningi enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

3.Fasteignaskattsálagningar 2021 - beiðni sveitarstjórnarráðherra

Málsnúmer 2020060590Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem áframsent er erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsett 27. maí 2020 varðandi fasteignamat og álagningu fasteignaskatts 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

4.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2020040515Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Kynningaráætlanir sviða 2020 - stjórnsýslusvið

Málsnúmer 2020010038Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningaráætlun stjórnsýslusviðs í samræmi við aðgerðaáætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Rafræn varðveisla

Málsnúmer 2020050646Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um rafræna varðveislu á skjölum bæjarskrifstofa Akureyrarbæjar dagsett 16. júní 2020. Í minnisblaðinu er lagt til að stefnt verði að því að hefja rafræna varðveislu á skjölum bæjarskrifstofanna þann 1. janúar 2022 og Akureyrarbær beiti sér fyrir því að komið verði á samstarfi sveitarfélaga sem aðild eiga að héraðsskjalasöfnum um rekstur móttökuverkstæðis fyrir vörsluútgáfur.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að hafin verði nauðsynleg undirbúningsvinna til að hefja rafræna varðveislu skjala þann 1. janúar 2022. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir samstarfi sveitarfélaga sem aðild eiga að héraðsskjalasöfnum um rekstur móttökuverkstæðis fyrir vörsluútgáfur.

7.Háskólinn á Akureyri

Málsnúmer 2009060003Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu Háskólans á Akureyri og opinberar fjárveitingar til skólans sérstaklega í ljósi mikillar ásóknar í háskólanám í kjölfar COVID-19.
Bæjarráð Akureyrarbæjar telur ákaflega mikilvægt að Háskólanum á Akureyri verði gert kleift að taka á móti öllum þeim nemendum sem sækja um nám við skólann í haust og uppfylla inntökuskilyrði. Bæjarráð fagnar því yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um að fjármagn verði tryggt til að svo megi verða. Aðgengi að háskólum verður að vera opið öllum landsmönnum óháð búsetu og gegnir þar Háskólinn á Akureyri lykilhlutverki enda mikill og eftirsóknarverður árangur náðst við HA við innleiðingu sveigjanlegs náms. Bæjarráð minnir á að rúmlega 60% nemenda HA eru utan höfuðborgarsvæðisins og hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem ljúka námi í heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir brautskráningu.

8.Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn 2020-2024

Málsnúmer 2020060430Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2020 frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Óskað er eftir að tilnefndar séu tvær konur og tveir karlar svo kynjaskipting fulltrúa sé jöfn og að tilnefningin berist eigi síðar en 26. júní nk.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur og Þórhall Jónsson sem aðalfulltrúa í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Andra Teitsson og Þórunni Sif Harðardóttur til vara.

9.Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2020

Málsnúmer 2020060816Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2020 frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra f.h. stjórnar Minjasafnsins á Akureyri. Í erindinu er boðað til aðalfundar safnsins þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 17:00 í norðursal Minjasafnsins á Akureyri, Aðalstræti 58.
Bæjarráð felur Kristni J. Reimarssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. júní 2020. Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Fundi slitið - kl. 11:14.