Rafræn varðveisla

Málsnúmer 2020050646

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Lagt fram minnisblað um rafræna varðveislu á skjölum bæjarskrifstofa Akureyrarbæjar dagsett 16. júní 2020. Í minnisblaðinu er lagt til að stefnt verði að því að hefja rafræna varðveislu á skjölum bæjarskrifstofanna þann 1. janúar 2022 og Akureyrarbær beiti sér fyrir því að komið verði á samstarfi sveitarfélaga sem aðild eiga að héraðsskjalasöfnum um rekstur móttökuverkstæðis fyrir vörsluútgáfur.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að hafin verði nauðsynleg undirbúningsvinna til að hefja rafræna varðveislu skjala þann 1. janúar 2022. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir samstarfi sveitarfélaga sem aðild eiga að héraðsskjalasöfnum um rekstur móttökuverkstæðis fyrir vörsluútgáfur.