Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3672. fundur - 20.02.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 31. janúar 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun hjúkrunarheimila:

Stjórn sambandsins lýsir verulegum áhyggjum yfir stöðu viðræðna um samninga vegna hjúkrunarheimila og hvernig samskipti aðila hafa þróast á undanförnum mánuðum. Óviðunandi er að ríkið neyti aflsmunar í þessum samskiptum og þvingi ítrekað fram niðurskurð á greiðslum til verkefna sem eru á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum. Þannig er þrýst á sveitarfélögin að niðurgreiða þá þjónustu sem þau veita í umboði ríkisins.

Það er eðlileg krafa að rekstraraðilum hjúkrunarheimila verði tryggt fjármagn í takti við þjónustuþyngd og þarfir íbúa. Einnig þarf að taka tillit til staðbundinna aðstæðna sem einkum reynir á hjá hjúkrunarheimilum sem rekin eru með tengingu við sveitarfélög.

Í nýgerðu samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og sambandsins hins vegar, er kveðið á um að aðilar láti í sameiningu kanna rekstrarskilyrði hjúkrunarheimila. Stjórn sambandsins leggur áherslu á að sú vinna skapi nýjan grundvöll fyrir viðræður aðila, þar sem horft verði til þeirra faglegu krafna sem gerðar eru til þjónustunnar, og jafni þann aðstöðumun sem verið hefur í viðræðunum. Til þess að árangur náist í þeirri vinnu er nauðsynlegt að fá hlutlausan þriðja aðila til að annast greiningarvinnu og þá vinnu þarf að fjármagna. Vert er að undirstrika að heildarkostnaður við þjónustu hjúkrunarheimila er metinn á rúma 32 milljarða króna. Þegar slíkir hagsmunir eru í húfi er mikilvægt að vandað sé til verka með það að markmiði að full sátt náist að vinnu lokinni.

Stjórnin minnir að lokum á að fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi sem lýst hefur ríkum skilningi á að leiðrétta þurfi rekstrargrundvöll þeirrar mikilvægu þjónustu sem veitt er á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Bæjarráð telur að ekki verði við núverandi ástand unað og að óbreyttu sér bæjarráð ekki aðra leið færa en að skila rekstri öldrunarheimila til ríkisins sem ber með lögum ábyrgð á rekstrinum.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 879. fundar dagsett 28. febrúar 2020 og 880. fundar dagsett 27. mars 2020.

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. apríl 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegt tekjufall sveitarfélaga og áréttar að nærþjónusta sveitarfélaga í landinu hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Því leggur bæjarráð áherslu á að ríkissjóður komi að málum með fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaga í landinu öllu. Við þessar aðstæður er mikilvægt að sveitarfélögin hafi nægan fjárhagslegan styrk og svigrúm til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og uppbyggingu og tryggja framlög til skólahalds, velferðarþjónustu og íþrótta-og menningarstarfsemi svo fátt eitt sé nefnt.

Bæjarráð - 3682. fundur - 07.05.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. apríl 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 8. maí 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. maí 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. júní 2020. Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3696. fundur - 10.09.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. ágúst 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 887. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsettar 25. september 2020 og 29. september 2020.

Fundargerðirnar má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3703. fundur - 29.10.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. október 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3704. fundur - 05.11.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. október 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3708. fundur - 03.12.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. nóvember 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3710. fundur - 17.12.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 11. desember 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Bæjarráð - 3716. fundur - 11.02.2021

Lögð fram til kynningar fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. desember 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/